Mannamunur á íslenskum vinnumarkaði

Mannamunur á íslenskum vinnumarkaði

Mirra vekur athygli á afar áhugaverðu málþingi, sem stéttarfélagið Efling, Starfsgreinasambandið (SGS) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) efna til og fjallar um stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Málþingið er haldi  dagana 23.-26. febrúar.
Boðið verður upp á áhugaverða dagskrá í formi fyrirlestra og umræðna.

Um fjóra viðburði er að ræða sem verður streymt á miðlum samtakanna. Viðburðirnir verða textatúlkaðir á íslensku og ensku og fara fram .kl. 15:00–16:00 alla dagana og má nálgast hvern og einn fyrir neðan sama dag eftir að þeir eru sendir út.

Dagskráin hefst þriðjudaginn 23. febrúar þar sem fjallað verður um
Veruleika erlends fólks á Íslandi. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknarstofu ASÍ –  kynnir helstu niðurstöður nýrrar könnunar varðandi veruleika erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði. Í pallborði eru Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við HÍ og Hallfríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Mirru. Drífa Snædal, forseti ASÍ, stýrir umræðum.

Fylgjast með viðburði 

Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði er  yfirskrift dagskrárinnar miðvikudaginn 24. Febrúar.  Þar mun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, stýra umræðum um aðstæður pólsks verkafólks á Íslandi. Í pallborði eru Adda Guðrún Gylfadóttir, félagsfræðingur, HÍ, Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar og Piotr Roicki, fyrrverandi hótelstarfsmaður og félagi í Eflingu.

Hér má nálgast umræðurnar

Bjargvættir í íslenskri ferðaþjónustu er yfirskrift umræðunnar fimmtudaginn 25. Febrúar.  Þar leiðir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, dagskrána um framlag erlends verkafólks til íslenskrar ferðaþjónustu. Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við HÍ flytur erindið: „Það á ekki að líta á starfsfólk í ferðaþjónustu sem einnota dót.” Arndís Ósk Magnúsdóttir, hjá Rannsóknarsetri Háskólans á Höfn talar um  „Upplifun erlends verkafólks í ferðaþjónustu í Covid“  og Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og formaður starfshóps ASÍ um uppbyggingu ferðaþjónustunnar, flytur erindið sem heitir: Notum tækifærið, byggjum upp fyrirmyndar ferðaþjónustu.

Hér má nálgast umfjöllunina um ferðaþjónustuna.

Vinnumansal – íslenskur veruleiki  er til umfjöllunar föstudaginn 26. febrúar kl., og er jafnframt síðast erindið á málþinginu.  Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri framkvæmdateymis um mansal í Bjarkarhlíð, Logan Smith Sigurðsson, fórnarlamb mansals og formaður Stop the Traffik Iceland og  Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og fulltrúi í framkvæmdateymi um mansal í Bjarkarhlíð sitja í pallborði.

Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, stýrir umræðum.

Hér má nálgast umræðurnar.

 

 

 

Ráðgjafarstofa innflytjenda opnar

Ráðgjafarstofa innflytjenda opnar

Þann 10. febrúar opnaði Ásmundur E. Daðason Félagsmálaráðherra, Ráðgjafarstofu innflytjendamála.

Í frétt Stjórnarráðsins kemur fram að ráðgjafarstofan hafi það að „markmiði að tryggja betri og markvissari ráðgjöf til innflytjenda og býður upp á aðgengilega ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar fyrir innflytjendur um nauðsynlega þjónustu, réttindi þeirra og skyldur.“ Ennfremur er stofunni ætlað að vera samstarfsvettvangur milli stofnana ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila svo sem stéttafélaga og félagasamtaka. Ráðgjafarstofan vinnur í nánu samstarfi við Fjölmenningarsetur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann skuldara, Reykjavíkurborg og Vinnumálastofnun.

Hugmyndina að ráðgjafarstofunni átti Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, sem var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um málið sem var samþykkt í júní 2019.

Á Ráðgjafarstofunni starfa fimm starfsmenn sem hafa fjölbreytan bakgrunn og munu geta veitt ráðgjöf á sjö tungumálum en auk þess mun einstaklingum bjóðast ráðgjöf í gegnum túlkaþjónustu á öðrum tungumálum. Opnuð hefur verið vefsíða, newiniceland.is, þar sem einstaklingar geta bæði sent inn erindi, panta viðtal eða spjalla við ráðgjafanna. Forstöðumaður er Joanna Marcinkowska.

Ráðgjafarstofan er hugsuð sem reynsluverkefni til níu mánaða og að sex mánuðum liðnum verður verkefnið metið með tilliti til framtíðarfyrirkomulags. Hér má nálgast vef Ráðgjafstofunnar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá frá vinstri: Kolbein Óttarsson Proppé, Joanna Marcinkowska og Ásmund E. Daðason.

Staða launafólks á Íslandi –  Innflytjendur og konur í verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi – Innflytjendur og konur í verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi er yfirskrift könnunar ASÍ og BSRB, sem lögð var fyrir félaga í aðildarfélögum beggja samtakanna. Niðurstöður eru um margt sláaandi og færa heim sanninn um afar viðkvæma stöðu launafólks. Því miður kemur ekki á óvart að staða atvinnulausra er verri en þeirra sem eru starfandi og staða innflytjenda á atvinnuleysisskrá enn verri. Helstu niðurstöðu könnunarinn eru að:

Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman.
Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu.
Fimmtungur launafólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum.
Staða atvinnulausra er verri en launafólks þegar litið er til fjárhags og heilsu:
– Atvinnulausir eiga erfiðara með að láta enda ná saman, fleiri í þeirra hópi hafa þegið
matar- og/eða fjárhagsaðstoð og líða efnislegan skort.
– Innan við helmingur atvinnulausra býr í eigin húsnæði.
– Andleg og líkamleg heilsa atvinnulausra er verri og þeir eru líklegri til að hafa neitað
sér um heilbrigðisþjónustu. Andleg heilsa 40,5% atvinnulausra mælist slæm en 21,4%
launafólks.
– Líkamlegt heilsufar 15,6% atvinnulausra er slæmt eða frekar slæmt.
– 54,6% atvinnulausra höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu.
– Atvinnulausir eru sveigjanlegir og virkir í atvinnuleit.

Staða innflytjenda er verri en innfæddra:
– Fjárhagsstaða innflytjenda er verri á öllum mælikvörðum. Þeir eiga erfiðara með að
láta enda ná saman, líða frekar efnislegan skort og hafa í meira mæli þegið matarog/eða fjárhagsaðstoð.
– Mun færri innflytjendur en innfæddir búa í eigin húsnæði eða 34,9% en meðal
innfæddra er hlutfallið 77,4%. Stærri hluti innflytjenda býr á almennum leigumarkaði
eða 49,3% en hlutfallið er mun lægra meðal innfæddra, 11,1%.
– Andlegt heilsufar innflytjenda er verra en líkamlegt heilsufar betra. 30,5%
innflytjenda mælast með slæma andlega heilsu.
– Innflytjendur sögðust síður hafa þörf fyrir heilbrigðisþjónustu en 24,7% höfðu neitað
sér um heilbrigðisþjónustu en 13,5% innfæddra.
– Atvinnulausir innflytjendur sýna almennt meiri virkni og sveigjanleika en innfæddir
og á það sérstaklega við um atvinnulausar konur.

Andleg heilsa ungs fólks verri og það er líklegra til að hafa neitað sér um
heilbrigðisþjónustu:
– Andleg heilsa 41,6% ungs fólks er slæm en 21,4% þeirra sem eru eldri og voru mun
fleiri í þeirra hópi eða 58,9% sem höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu á
síðastliðnum sex mánuðum en 33,8% hjá eldri hópnum.

Rannsóknin var unnin af Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Hér má nálgast skýrsluna

 

Staða launafólks á Íslandi –  Innflytjendur og konur í verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi – Innflytjendur og konur í verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi er yfirskrift könnunar ASÍ og BSRB, sem lögð var fyrir félaga í aðildarfélögum beggja samtakanna. Niðurstöður, sem birtar voru á kynningarfundi í gær 9. febrúar eru um margt sláaandi og færa heim sanninn um afar viðkvæma stöðu launafólks. Því miður kemur ekki á óvart að staða atvinnulausra er verri en þeirra sem eru starfandi og staða innflytjenda á atvinnuleysisskrá enn verri. Helstu niðurstöðu könnunarinn eru að:

Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman.
Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu.
Fimmtungur launafólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum.
Staða atvinnulausra er verri en launafólks þegar litið er til fjárhags og heilsu:
– Atvinnulausir eiga erfiðara með að láta enda ná saman, fleiri í þeirra hópi hafa þegið
matar- og/eða fjárhagsaðstoð og líða efnislegan skort.
– Innan við helmingur atvinnulausra býr í eigin húsnæði.
– Andleg og líkamleg heilsa atvinnulausra er verri og þeir eru líklegri til að hafa neitað
sér um heilbrigðisþjónustu. Andleg heilsa 40,5% atvinnulausra mælist slæm en 21,4%
launafólks.
– Líkamlegt heilsufar 15,6% atvinnulausra er slæmt eða frekar slæmt.
– 54,6% atvinnulausra höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu.
– Atvinnulausir eru sveigjanlegir og virkir í atvinnuleit.

Staða innflytjenda er verri en innfæddra:
– Fjárhagsstaða innflytjenda er verri á öllum mælikvörðum. Þeir eiga erfiðara með að
láta enda ná saman, líða frekar efnislegan skort og hafa í meira mæli þegið matarog/eða fjárhagsaðstoð.
– Mun færri innflytjendur en innfæddir búa í eigin húsnæði eða 34,9% en meðal
innfæddra er hlutfallið 77,4%. Stærri hluti innflytjenda býr á almennum leigumarkaði
eða 49,3% en hlutfallið er mun lægra meðal innfæddra, 11,1%.
– Andlegt heilsufar innflytjenda er verra en líkamlegt heilsufar betra. 30,5%
innflytjenda mælast með slæma andlega heilsu.
– Innflytjendur sögðust síður hafa þörf fyrir heilbrigðisþjónustu en 24,7% höfðu neitað
sér um heilbrigðisþjónustu en 13,5% innfæddra.
– Atvinnulausir innflytjendur sýna almennt meiri virkni og sveigjanleika en innfæddir
og á það sérstaklega við um atvinnulausar konur.

Andleg heilsa ungs fólks verri og það er líklegra til að hafa neitað sér um
heilbrigðisþjónustu:
– Andleg heilsa 41,6% ungs fólks er slæm en 21,4% þeirra sem eru eldri og voru mun
fleiri í þeirra hópi eða 58,9% sem höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu á
síðastliðnum sex mánuðum en 33,8% hjá eldri hópnum.

Rannsóknin var unnin af Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Skýrlsluna má nálags hér.

Staða innflytjenda á Íslandi fer batnandi

Staða innflytjenda á Íslandi fer batnandi

Fyrir skemmstu voru birtar niðurstöður MIPEX, sem stendur fyrir  Migrant Integration Policy Index, sem þýða mætti sem Vísitala opinberrar stefnu um samþættingu inn/flytjenda).

Í ljós kom að Svíþjóð er enn í efsta sæti, en af Norðurlöndunum hækkaði Ísland MIPEX vísitalan mest, eða um sjö stig úr 49 í 56 milli áranna 2014 og 2019, á kvarðanum 100. Svíþjóð fékk 86 stig, lækkaði um eitt á tímabilinu. Fjallað var um MIPEX niðurstöðurnar í frétt í Nordic Labour Journal (21.01. 2021) og sérstaklega um stöðu Norðurlandanna. Ísland var í næst neðsta sæti, Danmörk í því neðsta. Frekari upplýsingar um hvernig Norðurlöndin raðast í MIPEX má nálgast hér.

Að baki MIPEX standa 52 ríki víðsvegar í heiminum og vísitalan mælir átta mismunandi þætti í hverju landi með tilliti til aðgengis innflytjenda. Þættirnir eru:  Hreyfanleiki á vinnumarkaði – Fjölskyldusameining – Menntun – Heilsa – Pólitísk þátttaka- Langtíma búseta – Aðgengi að ríkisfangi móttökulands – Aðgerðir gegn mismunun.

Í fyrrgreindri frétt Nordic Labour Journal er greint frá því að MIPEX vísitalan sé oft notuð til að bera saman hversu víðtæk samþættingarstefna hvers lands er. Það segir hins vegar ekkert um hversu árangursrík stefnan er. Land sem eingöngu hleypir inn mjög hæfu starfsfólki getur til dæmis mælst með betri árangur en land sem tekur á móti fjölda lágmenntaðra flóttamanna.

Vegna þess hversu fáir innflytjendur bjuggu lengst af í landinu hafði Ísland ekki sett neina löggjöf til að vernda innflytjendur gegn mismunun. Innflytjendur höfðu heldur ekki umboð til að leita til ef þeim fannst mismunað. Fyrir vikið hafði Ísland verstu aðlögunarstefnuna á Norðurlöndum árið 2014 samkvæmt MIPEX.

„Áður var aðkoma Íslands að samþættingu flokkuð af MIPEX sem„ innflytjendamál án samþættingar“vegna þess að innflytjendum til Íslands var neitað um svo mörg grunnréttindi til þátttöku sem jafningja í íslensku samfélagi. Nú njóta innflytjendur góðs af „heildstæðri nálgun“ varðandi samþættingu, með öruggari grunnréttindum og stuðningi við jöfn tækifæri. Það má líta á þessa breytingu sem mikla viðurkenningu á Íslandi sem innflytjendaríki, svipað og öll önnur vestur-evrópsk lönd. “

Sumar mikilvægustu aðgerðirnar sem MIPEX nefnir eru meðal annars löggjöf til að vernda bæði Íslendinga og innflytjendur gegn mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernis eða trúarbragða. Í þessu tilviki munar mestu um  Lög um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna  nr. 85, sem samþykkt voru 25. júní 2018 sem og Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði, nr. 86/2020 sem samþykkt voru sama dag.

Ennfremur skiptir hér máli að starfssemi Jafnréttisstofu var víkkuð út með lögum nr. 151/2020  um stjórnsýslu jafnréttismála, sem samþykkt voru 29. desember s.l., og sem ná til jafnréttis innflytjenda. Í sem stystu máli benda niðurstöður MIPEX til batnandi stöðu innflytjenda gagnvart íslenskum lögum og það er vissulega fagnaðarefni.