“Vinnur þú hlustandi góður með fólki, sem kemur úr öðru landi, annarri menningu og á sér annað móðurmál en íslensku? Vinnur þú að því að halda dyrunum að íslensku samfélagi opnum fyrir innflytjendur? Áttu venslafólk eða vini úr hópi innflytjenda? Ertu í daglegum samskiptum við innflytjendur í vinnunni og/eða utan hennar? Ertu kannski meðvitað eða ómeðvitað í hópi þeirra heimamanna, sem hefur ekki gefið innflytjendum mikinn gaum? Finnst kannski þeir komi þér ekkert við, að það sé til einskis að vinna fyrir þig? Vinnur þú jafnvel gegn framgangi þeirra í samfélaginu, finnst þeim ofaukið á Íslandi? Þetta eru áleitnar spurningar en löngu tímabærar og mikilvægt að heimamenn velti þeim fyrir sér.
Á Íslandi búa orðið tugir þúsunda fólks úr annarri menningu, með annað móðurmál, siði og jafnvel allt aðra trúarafstöðu. Samkvæmt opinberum tölum má ætla að um fimmtungur allra starfandi á vinnumarkaði séu innflytjendur eða yfir fjörtíu þúsund manns. Skoðum þetta aðeins betur.” ………… Hér má heyra allan pistilinn.