Vinna með, vinna að, vinna gegn – innflytjendur, vinnumarkaður, samfélag

Á dögunum bað Rás 1  Mirru um að fjalla um ‘vinnu’ í stuttum pistli fyrir þátt, sem útvarpað er í hádegi og kallast Uppástand. Um er að ræða tiltekið  þema, sem unnið er með í tíu þáttum í senn með jafnmörgum höfunundum. Mirra fjallaði að sjálfsögðu um tengsl innflytjenda og vinnu, og fór pistillinn í loftið 28. september.

“Vinnur þú hlustandi góður með fólki, sem kemur úr öðru landi, annarri menningu og á sér annað móðurmál en íslensku? Vinnur þú að því að halda dyrunum að íslensku samfélagi opnum fyrir innflytjendur? Áttu venslafólk eða vini úr hópi innflytjenda? Ertu í daglegum samskiptum við innflytjendur í vinnunni og/eða utan hennar? Ertu kannski meðvitað eða ómeðvitað í hópi þeirra heimamanna, sem hefur ekki gefið innflytjendum mikinn gaum? Finnst kannski þeir komi þér ekkert við, að það sé til einskis að vinna fyrir þig? Vinnur þú jafnvel gegn framgangi þeirra í samfélaginu, finnst þeim ofaukið á Íslandi? Þetta eru áleitnar spurningar en löngu tímabærar og mikilvægt að heimamenn velti þeim fyrir sér.

Á Íslandi búa orðið tugir þúsunda fólks úr annarri menningu, með annað móðurmál, siði og jafnvel allt aðra trúarafstöðu. Samkvæmt opinberum tölum má ætla að um fimmtungur allra starfandi á vinnumarkaði séu innflytjendur eða yfir fjörtíu þúsund manns. Skoðum þetta aðeins betur.”  ………… Hér má heyra allan pistilinn. 

 

Staða launafólks á Íslandi –  Innflytjendur og konur í  verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi – Innflytjendur og konur í verstri stöðu

Staða launafólks á Íslandi er yfirskrift könnunar ASÍ og BSRB, sem lögð var fyrir félaga í aðildarfélögum beggja samtakanna. Niðurstöður, sem birtar voru á kynningarfundi í gær 9. febrúar eru um margt sláaandi og færa heim sanninn um afar viðkvæma stöðu launafólks. Því miður kemur ekki á óvart að staða atvinnulausra er verri en þeirra sem eru starfandi og staða innflytjenda á atvinnuleysisskrá enn verri. Helstu niðurstöðu könnunarinn eru að:

Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman.
Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu.
Fimmtungur launafólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum.
Staða atvinnulausra er verri en launafólks þegar litið er til fjárhags og heilsu:
– Atvinnulausir eiga erfiðara með að láta enda ná saman, fleiri í þeirra hópi hafa þegið
matar- og/eða fjárhagsaðstoð og líða efnislegan skort.
– Innan við helmingur atvinnulausra býr í eigin húsnæði.
– Andleg og líkamleg heilsa atvinnulausra er verri og þeir eru líklegri til að hafa neitað
sér um heilbrigðisþjónustu. Andleg heilsa 40,5% atvinnulausra mælist slæm en 21,4%
launafólks.
– Líkamlegt heilsufar 15,6% atvinnulausra er slæmt eða frekar slæmt.
– 54,6% atvinnulausra höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu.
– Atvinnulausir eru sveigjanlegir og virkir í atvinnuleit.

Staða innflytjenda er verri en innfæddra:
– Fjárhagsstaða innflytjenda er verri á öllum mælikvörðum. Þeir eiga erfiðara með að
láta enda ná saman, líða frekar efnislegan skort og hafa í meira mæli þegið matarog/eða fjárhagsaðstoð.
– Mun færri innflytjendur en innfæddir búa í eigin húsnæði eða 34,9% en meðal
innfæddra er hlutfallið 77,4%. Stærri hluti innflytjenda býr á almennum leigumarkaði
eða 49,3% en hlutfallið er mun lægra meðal innfæddra, 11,1%.
– Andlegt heilsufar innflytjenda er verra en líkamlegt heilsufar betra. 30,5%
innflytjenda mælast með slæma andlega heilsu.
– Innflytjendur sögðust síður hafa þörf fyrir heilbrigðisþjónustu en 24,7% höfðu neitað
sér um heilbrigðisþjónustu en 13,5% innfæddra.
– Atvinnulausir innflytjendur sýna almennt meiri virkni og sveigjanleika en innfæddir
og á það sérstaklega við um atvinnulausar konur.

Andleg heilsa ungs fólks verri og það er líklegra til að hafa neitað sér um
heilbrigðisþjónustu:
– Andleg heilsa 41,6% ungs fólks er slæm en 21,4% þeirra sem eru eldri og voru mun
fleiri í þeirra hópi eða 58,9% sem höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu á
síðastliðnum sex mánuðum en 33,8% hjá eldri hópnum.

Rannsóknin var unnin af Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Skýrlsluna má nálags hér.

Vöxturinn í ferðaþjónustunni óhugsandi án innflytjenda

Vöxturinn í íslenskri ferðaþjónustu hefði verið óhugsandi án framlags þeirra þúsunda erlendu starfsmanna, sem komið hafa til landsins til starfa í greininni, er meðal þess sem rannsóknarskýrslan Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar, leiðir í ljós. Skýrslan, sem kom út á dögunum er gefin út af Mirru, en þar er rýnt  hina hröðu fjölgun innflytjenda samfara hinum mikla vexti í ferðaþjónustunni. Kynning á rannsókninni fór fram í Þjóðminjasafninu þann 11. apríl s.l. Í kynningunni, sagði Hallfríður Þórarinsdóttir höfundur frá helstu niðurstöðum og efnistökum og greindi frá því að útgangspunktur rannsóknarinnar væri greining á etnískri lagskiptingu á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hún birtist í þremur undirgreinum ferðaþjónustunnar; hótelum, bílaleigum og rútufyrirtækjum. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós ótvíræða etníska lagskiptingu innan ferðaþjónustunnar en mismikla í þessum undirgreinum. Ennfremur, sýndi rannsóknin  að framlagi þessara starfsmanna og annara, sem hafa gert greininni kleift að vaxa eins hratt og raun ber vitni, hefur lítill gaumur verið gefinn. Einnig kom fram að skortur á heildarstefnu í ferðaþjónustunni, kæmi ekki síst niður á aðflutt starfsfólki sem og skortur á heildstæðri stefnu í málefnum innflytjenda. Hér má lesa frétt sem birtist á mbl.is í tilefni af kynningunni. Ennfremur var rætt stuttlega við höfund skýrslunnar af sama tilefni í fréttum á RÚV, þann 11. apríl, sjá hér. Heyra má lengra viðtal við höfundinn í Samfélaginu á RÚV, sem tekið var þann 10. apríl.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að eignast skýrsluna er bent á að hafa samband á: mirra@mirra.is