Nærri 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Nærri 40% atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara er margfalt hærra en meðal innfæddra. Innflytjendur hafa verið mjög fjölmennir í þeim atvinnugreinum sem stækkað hafa hvað örast á undangengum árum, ferðaþjónustunni og greinum henni tengdri. Hrun ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldursins Covid-19 kemur því mjög hart niður á innflytjendum, sem unnið hafa í greininni, hvort heldur á hótelum, bílaleigum, ferðaskrifstofum og rútufyrirtækjum eða í veitingaþjónustu eða öðrum afleiddum störfum, sem með óbeinum hætti tengjast  ferðaþjónustunni. (Benda má á rannsókn Mirru Innflytjendur í ferðaþjónustu sem er að finna hér á síðunni undir rannsóknir). Hér að neðan má sjá umfjöllun Kjarnans um atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi.  Tölur Vinnumálastofnunar, sem samantekt Kjarnans byggir á, ná ekki til þeirra innflytjenda,sem hlotið hafa íslenskt ríkisfang og gæti atvinnuleysi því hugsanlega verið hærra meðal innflytjenda. https://kjarninn.is/frettir/2020-06-13-alls-39-prosent-atvinnulausra-eru-erlendir-rikisborgarar/ 

-Yuridise Kendi Nyaga er herbergisþerna og félagi í Eflingu – Mynd: Alda Lóa Leifsdóttir

Skotspónn rasima og útlendingaandúðar á Íslandi –  reynslusögur

Skotspónn rasima og útlendingaandúðar á Íslandi – reynslusögur

Í kjölfar mótmælanna gegn rasisma og átakanna, sem breiðst hafa út um gjörvöll Bandaríkin og víða um heim eftir hrottafengið morð lögreglunnar í Minneappolis á  George Floyd, svörtum manni hafa sprottið upp töluverðar umræður hér á landi um rasima á Íslandi.  Þó ólíku sé saman að jafna á Íslandi og í Bandaríkjunum, þar sem allt hagkerfið er í raun í grunninn byggt á þrælavinnu og síðar gífurlegu launamisrétti gagnvart svörtu fólki, þá er engu að síður að finna fordóma hér á landi og því miður allt allt of mikla. Margir Íslendingar telja sig vera algerlega lausa við fordóma en eru það ekki þegar á hólminn er komið. Fæst okkar eru það.  Það kemur svo glögglega í ljós þegar fólkið sem verður fyrir rasískum fordómum og útlendingaandúð stígur fram og tjáir sig um reynslu sína. Líkt og einn svartur maður, sem búsettur er á Íslandi og hefur orðið fyrir barðinu á ósvífnum Íslendingum sagði: Fólk þarf að hætta að vera í afneitun. Það þarf að horfast í augu við það, að það er rasismi á Íslandi. Það þarf að opna umræðuna. Íslendingar eru svo fljótir að fara í vörn og reyna að réttlæta fordóma.

Að þeirra raddir innflyjtenda af öðrum litarhætti,  skuli loksins heyrast er afskaplega ánægjulegt um leið og það er líka átakanlega dapurt að heyra af því hvernig komið hefur verið fram við þá af lítilsvirðingu og smán. Gott að muna að slík ummæli segja meira um þann sem lætur þau út úr sér en þá sem fordómarnir beinast að. Einn

Hér fyrir neðan eru linkar á nokkrar reynslusögur.  Sumar þeirra hafa birst undanfarna daga, en ein þeirra  birtist í DV í mars s.l. áður en mótmælin gegn rasisma brutust út. Það ætti að vera nokkuð ljóst eftir lestur/hlustun á raddir þessa fólks að rasisminn er því miður mjög útbreiddur á Íslandi. Það þarf sannarlega að endurmennta þá sem hafa slíkar mannskemmandi hugmyndir.

Á Rás1 í þættinum Lestin komu þau Chanel Björk Sturludóttir framleiðandi, María Thelma Smáradóttir leikkona, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og Derek T. Allen stúdentafulltrúi og ræddu við þáttarstjórnendur

Ung kona af thailenskum ættum, Díana Katrín Þorsteinsdóttir, miðlaði af reynslu sinni í Morgunblaðinu nýverið. Hún hefur þurfti að þola stöðugar aðdróttanir, lítilsvirðingu, niðrun og smánun úr umhverfinu. Það voru skólafélagar, kennarar, foreldar, gamallt fólk, bókstaflega fólk úr öllum aldurshópum, sem óð yfir hana á skítugum skónum. Hér segir hún frá reynslu sinni. Hún sýnir mikinn kjark með því að stíga fram og láta rödd sína og reynslu heyrast. Lesendur eru hvattir til að horfa og hlusta á það hvernig rasisminn birtist í hinu íslenska nærumhverfi. 

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, sem var ættleidd til Íslands frá Indónesíu,  afhjúpar kynþáttafordóma sem hún hefur upplifað frá því hún var barn og kallar eftir að skaðlegu gríni gegn fólki sem er ekki hvítt verði útrýmt. Viðtal við Kristínu Ósk birtist í Fréttablaðinu.

Í DV biritst í mars s.l. viðtal við Olufela Teddy Owolabi frá Nígeríu, sem búið hefur á Íslandi í fjölda ára á íslenska eiginkonu og fimm börn. Hann hefur orðið fyrir margskonar aðkasti, fordómum og rasisma. Vegna afar neikvæðrar reynslu sinnar,  segir hann að það sé ekkert annað í stöðunni en að skapa sér sín eigin tækifæri og koma sjálfum sér á framfæri: hér á landi bjóðast útlendingum nær eingöngu láglaunastörf, svo sem uppvask, þrif eða afgreiðslustörf. Hér má lesa viðtalið.

 

Mótmæli gegn rasisma í Ameríku – rasismi á Íslandi

Mótmæli gegn rasisma í Ameríku – rasismi á Íslandi

Ég birti þennan pistil um átökin og mótmælin gegn rasisma í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis og morðsins á George Floyd, á Facebook síðu minni þan 31. maí. Þar sem pistilinn fékk gríðarleg viðbrögð, birti ég hann líka hérna.
Kv. Hallfríður

31. maí kl. 14:50

Viðvörun: Þetta er langur texti.

Mótmælin gegn rasisma í Ameríku koma mér ekki vitundarögn á óvart. Satt að segja er ég búin að bíða eftir þessu. Yrði ekki hissa þó borgir myndu loga fram eftir árinu. Segi þetta vegna þess að rasisminn er alltumlykjandi og í honum kemur hvað skýrast fram sá ójöfnuður og óréttlæti sem hið bandaríska efnahagskerfi og samfélag hvílir á. Lets face it: Ameríka er gömul þrælaplantekra og rasisminn er strúktúral vandamál. Hann rennur í blóðrásarkerfi samfélagsins.

Óréttlætið, kúgunin og óþverrinn er alltumlykjand og gengsýrir allt samfélagið. Morðið á George Floyd er því miður bara eitt fjölmargra lögreglumorða á svörtum. En það náðist á kameru og það skiptir máli. Það er ekki nokkur leið að rengja það eins öll hin sem skipta þúsundum. Rasíks átök ofan í covid 19, sem herjar miklu ver á svarta í bland við mestu efnahagskreppu í rúm áttatíu ár er eitruð blanda. Kreppu sem mun bitna margfalt harðar á svörtum, sem rasismans vegna standa höllum fæti efnhags- og félagslega miðað við hvítu Ameríku. Hér duga engar skammtíma plástursaðferðir. Hér þarf grundvallarbreytingar, í raun algjöra umbyltingu.

Þegar ég bjó í New York borg – heil þrettán ár – og tók þátt í ótal mótmælum gegn rasimsa og óréttlæti, m.a. gegn svívirðunni þegar löggan í L.A., var fríuð af ásökunum gegn ofbeldinu á hendur Rodney King. Þá logaði New York borg og spennan var ógurleg. Riot löggur um allt með hjálma, grímur og gráir fyrir vopnum. Þá hélt ég að yrði borgarastyrjöld, blóðug átök og mannfall um allt.

Í New York varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast og umgangast svarta ameríkana mjög mikið. (Hafði frá blautu barnsbeini verið heilluð af svörtum ameríkönum, menningu þeirra og pólitískri baráttu- allt frá The Supremes og Stevie Wonder og áfram). Ég vann með svörtu fólki ég kenndi í college fullt af svörtu fólki í sem var í BA námi, var í verkefnavinnu með fátækar svartar konur í Harlem og Suður Bronx. Flestum kynntist ég í sameiginlegum félagsskap okkar þar sem þeir voru í meirihluta og við umgengumst svo gott sem daglega í tíu ár. Allskonar fólk, úr öllum stéttum en þó mestmegnis verkafólk. Ég eignaðist þar fjölda svartra vina sem ég er enn í sambandi við.

Þar sem þetta var 12 spora félagssskapur heyrði ég sögur/reynslusögur/ævisögur alls þessa fólks. Fékk þar sögu Bandaríkjanna beint í æð – bakdyramengin frá – sagða af svörtu fólki frá South Carolina, Flordia. Georgia, Virginia, Alabama þ.e gömlu ríkjunum fyrir sunnan Mason Dixie línuna auk allra þeirra sem voru úr NYC og nærliggjandi svæðum. Þetta voru hryllingssögur – neyslan var bara hluti – hryllingurinn fólst í því að lifa af stöðugar ógnanir og ofsóknir. Tími eiginlegrar og óeiginlegrar aðskilnaðarstefnu – segregation – og stöðugrar niðurlægingar á einn eða annan hátt er reynsla allra svartra ameríkana. Að vera st0ppaður af löggunni af engu tilefni, „frisked“ þ.e. þuklaður uppúr og niðrúr með lófanan á bílþaki eða vegg. „Racial profiling“ á hraðbrautum – tekinn DWB = driving while black. Að vera fundinn sekur um eitthvað sem þú gerðir ekki. Að sitja inni fyrir það. Að búast við því að lifa ekki lengur en til 25 ára max vegna þess að þú yrðir örugglega drepinn. Það var allt saman viðbúið.

Hér er ein í mildari kantinum. Henry, segir: Now I‘ve been clean and sober for almost four years. And I‘m really proud of myself and I‘m doin‘ really good. But as soon as I slam the door shut behind me in the morning I have to face being black. Damn how sick and tired I am of the constant struggle and fear“. Þá var tekið undir, aðrir svartir menn kinkuðu kolli, þekktu þetta allir sem einn. Í NYC birtist rasisminn á annan hátt. Hann er lúmskari. Fá ekki leigt húsnæði, fá ekki afgreiðslu, leigubílinn stoppar ekki f. þig og on and on ad infinitum. Kerfið miðar allt við hvíta sem fæðast inn í forréttindin. Ég fór strax inn í þetta forréttindakerfi, naut meiri velvildar á allan hátt en svartir bandaríkjamenn sem áttu rætur í landinu í fleiri hundruð ár. Það tók mig smátíma að átta mig á þessum forréttindum. Og sem Íslendingur þá hef ég aldrei hvorki þar, hér eða í öðrum löndum sem ég hef búið í, þurft að heyja daglega varnarbaráttu eða yfirleitt nokkra, vegna uppruna míns eða útlits. Það eru forréttindi.

Á Íslandi þykjast mjög margir vera lausir við rasisma, við því segi ég bara, dream on! Hann liggur því miður allt of víða. Til dæmis í því að halda það að fólk af erlendum uppruna eigi að vera á lúsarlaunum. Rasisminn er að sumu leyti eins og kvenfyrirlitningin, sem mun lifa í samfélaginu þangað til ALLIR ekki síst þeir sem eru í forréttindahópi og valdastöðu eru búnir að fatta það og umfram allt meðtaka og hegða sér á þann hátt að virða allar manneskjur óháð húðlit, kyni, kynáttun etc. Hér hefur hver og ein einasta manneskja ábyrgð. Ert þú með þína á hreinu?

Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og 318 til viðbótar

Hafa innflytjendakonur enga rödd í íslensku samfélagi?

Hafa innflytjendakonur enga rödd í íslensku samfélagi?

Fjöldi kvenna af erlendum uppruna fer sífellt vaxandi á Íslandi en raddir þeirra eru þó enn sem komið er fremur hljóðar. Þann 8. mars n.k. á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna,  munu nokkrar þessara radda fá að heyrast en það verður á viðburði, sem ber yfirskriftina „Voiceless“ eða „Án raddar“, sem til­einkaður er kon­um af er­lend­um upp­runa, sem bú­sett­ar eru á Íslandi. Það er Ruth Adja­ho Samu­els­son, kona frá Ghana, sem hefur verið búsett á landinu í fjölda ára, sem á veg og vanda að viðburðinum. Ruth vinnur á sjúkrahúsi og hefur verið ötul í starfi Eflingar stéttarfélags og ASÍ og er vel upplýst um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og í samfélaginu. Margar innflytjendkonur séu það hins vegar ekki, segir Ruth í samtali við Morgunblaðið.

Á málþing­inu verður m.a. rætt um rétt­indi kvenna á Íslandi og hvort kon­ur af er­lend­um upp­runa viti af rétt­ind­um sín­um. Eins hvort þær fái þá aðstoð sem þær eiga rétt á þegar mikl­ar breyt­ing­ar eiga sér stað í lífi þeirra.  Fjallað verður um jafn­rétti í mennta­mál­um og spurt hvort tekið sé til­lit til fólks af ólík­um upp­runa. Eru rétt­indi kvenna af er­lend­um upp­runa á vinnu­markaði þau sömu og inn­fædd­ar kon­ur njóta á Íslandi? Hafa innflytjendakonur upplifað fordóma í sinn garð? Framsöguerindi verða flutt af innflytjendkonum sem og innfæddum konum.

Hér er viðtalið sem Morgunblaðið tók við Ruth Adjaho, og Elisabete Fortes, sem er frá Potúgal en hefur búið á Íslandi í fjölda ára. Elisabete er ein þeirra sem segir frá reynslu sinni á málþinginu.

Myndin að ofan er af Ruth Adjaho Samúelsson t.v. og Elisabete Fortes t.h. Ljósmyndari: mbl.is/Eggert Jóhannesson.