Það ætti ekki að koma neinum á óvart að atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara er margfalt hærra en meðal innfæddra. Innflytjendur hafa verið mjög fjölmennir í þeim atvinnugreinum sem stækkað hafa hvað örast á undangengum árum, ferðaþjónustunni og greinum henni tengdri. Hrun ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldursins Covid-19 kemur því mjög hart niður á innflytjendum, sem unnið hafa í greininni, hvort heldur á hótelum, bílaleigum, ferðaskrifstofum og rútufyrirtækjum eða í veitingaþjónustu eða öðrum afleiddum störfum, sem með óbeinum hætti tengjast  ferðaþjónustunni. (Benda má á rannsókn Mirru Innflytjendur í ferðaþjónustu sem er að finna hér á síðunni undir rannsóknir). Hér að neðan má sjá umfjöllun Kjarnans um atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi.  Tölur Vinnumálastofnunar, sem samantekt Kjarnans byggir á, ná ekki til þeirra innflytjenda,sem hlotið hafa íslenskt ríkisfang og gæti atvinnuleysi því hugsanlega verið hærra meðal innflytjenda. https://kjarninn.is/frettir/2020-06-13-alls-39-prosent-atvinnulausra-eru-erlendir-rikisborgarar/ 

-Yuridise Kendi Nyaga er herbergisþerna og félagi í Eflingu – Mynd: Alda Lóa Leifsdóttir