Í kjölfar mótmælanna gegn rasisma og átakanna, sem breiðst hafa út um gjörvöll Bandaríkin og víða um heim eftir hrottafengið morð lögreglunnar í Minneappolis á  George Floyd, svörtum manni hafa sprottið upp töluverðar umræður hér á landi um rasima á Íslandi.  Þó ólíku sé saman að jafna á Íslandi og í Bandaríkjunum, þar sem allt hagkerfið er í raun í grunninn byggt á þrælavinnu og síðar gífurlegu launamisrétti gagnvart svörtu fólki, þá er engu að síður að finna fordóma hér á landi og því miður allt allt of mikla. Margir Íslendingar telja sig vera algerlega lausa við fordóma en eru það ekki þegar á hólminn er komið. Fæst okkar eru það.  Það kemur svo glögglega í ljós þegar fólkið sem verður fyrir rasískum fordómum og útlendingaandúð stígur fram og tjáir sig um reynslu sína. Líkt og einn svartur maður, sem búsettur er á Íslandi og hefur orðið fyrir barðinu á ósvífnum Íslendingum sagði: Fólk þarf að hætta að vera í afneitun. Það þarf að horfast í augu við það, að það er rasismi á Íslandi. Það þarf að opna umræðuna. Íslendingar eru svo fljótir að fara í vörn og reyna að réttlæta fordóma.

Að þeirra raddir innflyjtenda af öðrum litarhætti,  skuli loksins heyrast er afskaplega ánægjulegt um leið og það er líka átakanlega dapurt að heyra af því hvernig komið hefur verið fram við þá af lítilsvirðingu og smán. Gott að muna að slík ummæli segja meira um þann sem lætur þau út úr sér en þá sem fordómarnir beinast að. Einn

Hér fyrir neðan eru linkar á nokkrar reynslusögur.  Sumar þeirra hafa birst undanfarna daga, en ein þeirra  birtist í DV í mars s.l. áður en mótmælin gegn rasisma brutust út. Það ætti að vera nokkuð ljóst eftir lestur/hlustun á raddir þessa fólks að rasisminn er því miður mjög útbreiddur á Íslandi. Það þarf sannarlega að endurmennta þá sem hafa slíkar mannskemmandi hugmyndir.

Á Rás1 í þættinum Lestin komu þau Chanel Björk Sturludóttir framleiðandi, María Thelma Smáradóttir leikkona, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og Derek T. Allen stúdentafulltrúi og ræddu við þáttarstjórnendur

Ung kona af thailenskum ættum, Díana Katrín Þorsteinsdóttir, miðlaði af reynslu sinni í Morgunblaðinu nýverið. Hún hefur þurfti að þola stöðugar aðdróttanir, lítilsvirðingu, niðrun og smánun úr umhverfinu. Það voru skólafélagar, kennarar, foreldar, gamallt fólk, bókstaflega fólk úr öllum aldurshópum, sem óð yfir hana á skítugum skónum. Hér segir hún frá reynslu sinni. Hún sýnir mikinn kjark með því að stíga fram og láta rödd sína og reynslu heyrast. Lesendur eru hvattir til að horfa og hlusta á það hvernig rasisminn birtist í hinu íslenska nærumhverfi. 

Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, sem var ættleidd til Íslands frá Indónesíu,  afhjúpar kynþáttafordóma sem hún hefur upplifað frá því hún var barn og kallar eftir að skaðlegu gríni gegn fólki sem er ekki hvítt verði útrýmt. Viðtal við Kristínu Ósk birtist í Fréttablaðinu.

Í DV biritst í mars s.l. viðtal við Olufela Teddy Owolabi frá Nígeríu, sem búið hefur á Íslandi í fjölda ára á íslenska eiginkonu og fimm börn. Hann hefur orðið fyrir margskonar aðkasti, fordómum og rasisma. Vegna afar neikvæðrar reynslu sinnar,  segir hann að það sé ekkert annað í stöðunni en að skapa sér sín eigin tækifæri og koma sjálfum sér á framfæri: hér á landi bjóðast útlendingum nær eingöngu láglaunastörf, svo sem uppvask, þrif eða afgreiðslustörf. Hér má lesa viðtalið.