Ónýtt atkvæði hjá innflytjendum?

Ónýtt atkvæði hjá innflytjendum?

Tæplega fimmtíu þúsund innflytjendur höfðu kjörgengi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí s.l. Kosningaþáttkaka var ekki nema 63% á landsvísu og hefur aldrei verið lægri. Er mögulegt að innflytjendur séu ekki að nýta sér kosningarétt sinn sem skyldi? Hafa þeir fengið nægar upplýsingar? Hver er ábyrgð gestgjafanna, heimamanna á því að virkja innflytjendur til þátttöku í íslensku samfélagi, þar með talið  til pólitískrar þátttöku. Hallfríður Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Mirru reifaði málið á visir.is.

Er það meiningin að útiloka innflytjendur, eða hvað?

Er það meiningin að útiloka innflytjendur, eða hvað?

Það er merkilegt hversu margir Íslendingar virðast frekar tala ensku við innflytjendur er íslensku. Hvers vegna skyldi þetta vera? Er það leti, skortur á umburðalyndi gagnvart íslensku með hreim, eða hreinlega meðvituð útilokun? Er enskan brú eða hindrun í samskiptum milli heimamanna og aðfluttra? Er okkur heimamönnum alvara með því að opna innflytjendum möguleika á að komast inn í samfélagið og verða eins virkir þáttakendur og mögulegt er eða lítum við fyrst og fremst á þá sem “vinnuafl”? Í þessum pistli veltir framkvæmdastjóri Mirru þessu fyrir sér og spyr áleitinna spurninga. 

Hér er líka fróðlegt viðtal  um sama efni við Jimmy Andreas Moreno, Kólumbískan flóttamann um reynslu hans af því að læra og tala íslensku. Viðtalið er nokkurra ára gamalt en erindið er jafnbrýnt nú og þá. 

70 þúsund innflytjendur á Íslandi – nauðsyn á vitundarvakningu og menningarfærni meðal heimamanna

70 þúsund innflytjendur á Íslandi – nauðsyn á vitundarvakningu og menningarfærni meðal heimamanna

Blaðakona frá Mannlífi hafði samband við Mirru og vildi fá viðtal við framkvæmdastjórann Hallfríði Þórarinsdóttur, forvitnast um bakgrunn hennar,  skyggnast inn í starf Mirru um innflytjendalandið Ísland og heyra hvaða áskoranir fylgdu breyttu samfélagi. Fyrirspurnin fékk góðar undirtektir og þær hittust á kaffihúsi og ræddu málin.

Þar kom fram að auk rannsókna, vinni Mirra „að fræðslu í formi fyrirlestra og námskeiða um innflytjendalandið Ísland, margmenningu og þjálfun í s.k. menningarfærni. Vitundarvakning um mikilvægi þess að margbreytileikinn fái notið sín, verður sífellt háværari. Það er ekki nóg að segjast vera jafnréttissinnaður heldur verður það að sjást í verki. Jafnrétti einskorðast ekki við kynjajafnrétti það er miklu víðtækara. Það þarf að taka tillit til menningarlegs uppruna, aldurs og fleiri þátta“. Hér má lesa viðtalið.