Innflytjendalandið Ísland –  nokkrar staðreyndir

Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir

Um fimmta hver manneskja, sem býr á Íslandi rekur uppruna sinn út fyrir landsteinana eða um áttatíu þúsundum manns. Öðruvísi mér áður brá, kynni einhver að segja og rétt er það að fjölgun innflytjenda hefur verið mjög hröð. Á innan við þrjátíu árum hefur íslenska lýðveldið breyst úr einu einsleitasta þjóðríki sem um getur yfir í samfélag menningarlegrar margsleitni.

 

Er þetta eitthvað til að óttast?

Já, það er ákveðnir þættir sem vekja upp áleitnar spurningar en ekki endilega þeir, sem pólitískir leiðtogar og leikmenn nota til að kynda undir útlendingótta/andúð, líkt og borið hefur á undanfarið. Hvaða þættir eru þetta? Áður en því er svarað er rétt að fara yfir staðreyndir.

 

Hvaða fólk er þetta og af hverju er það að sækja hingað?

Að frádregnu flóttafólki, sem fengið hefur vernd – ríflega ellefu þúsund frá 2008 – kemur yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda til landsins í atvinnuleit og þar af yfir 70% frá löndum innan hins sameiginlega vinnumarkaðar Evrópusambandsins, sem Ísland er aðili að. Fjölgun innflytjenda er því beintengd við efnahagsþenslur og þarfir atvinnulífsins, sem hafa nánast alfarið stýrt henni til að mæta miklum vinnuaflsskorti. Opinberar tölur sýna að atvinnuþáttaka innflytjenda er um 87%, – er 82% meðal innfæddra. Þorri innflytjenda er á vinnualdri – frá 20-5o ára og greiðir því skatta og skyldur. Enn sem komið eru  gamalt fólk og börn hlutfallslega fá, sem þýðir m.a. minna álag á heilbrigðisþjónustu. Ef innflytjendur færu í verkfall myndi íslenskt samfélag fara á hliðina. Í ferðaþjónustu og skyldum greinum vinna þúsundir – atvinnugreininni sem færir þjóðarbúinu mestar gjaldeyristekjur – 448 milljarðar árið 2022. Ferðaþjónustan væri ekki svipur hjá sjón ef innflytjenda nyti ekki við. Aðrar þúsundir vinna í byggingavinnu og gatnagerð. Þrif á opinberum stofnunum og fyrirtækjum,  umönnun  á spítölum, leikskólum, hjúkrunarheimilum væri ógerleg án innflytjendanna sem þar vinna og svo mætti lengi telja.  

 

Innflytjendur vinnuafl eða manneskjur sem vinna?

Sú staðreynd að fjölgun innflytjenda hefur fyrst og fremst miðað að því að mæta miklum ‚vinnuaflsskorti‘ er í sjálfu sér ámælisvert vegna þess að stjórnvöld gerðu í fæstum tilvikum viðhlýtandi ráðstafanir fyrir fólkið sem ráðið var í störfin, enda hraðinn svo mikill að mönnum sást ekki fyrir. Sú staðreynd að innflytjendur eru fyrst og fremst manneskjur varð undir í ofuráherslunni á ‚vinnuafl‘. Stefna yfirvalda í einkenndist af því að mæta ‚vinnuaflsþörf‘ vinnumarkaðarins. Minna fór fyrir að fólkið þyrfti húsnæði, hvað þá mannsæmandi. Minna fór fyrir skilningi á nauðsyn þess að veita þyrfti fjármagni í ýmis konar þjónustu, sem tillit tæki til sérþarfa þeirra og barnanna. Fjármagni, sem auðveldlega væri hægt að taka af þeim skattpeningum sem innflytjendur greiða. Vanvirðing við innflytjendur hefur því miður líka birst í því að meirihluti þeirra, sem verða fyrir launaþjófnaði og jafnvel mansali á vinnumarkaði koma úr þeirra röðum. Þetta eru lögbrot, sem yfirvöld hafa mestan part hunsað og leitt hjá sér. Af hverju skyldi það vera? Hvar er mannvirðingin? Yfirvöld, atvinnurekendur og almenningur þurfa öll að gera sitt í að opna dyr svo þekking og hæfileikar fólksins fái notið sín þeim og samfélaginu til góða. Það er beinlínis heimskulegt að loka á fólk vegna þess að það hefur skrítið nafn eða aðhyllist önnur trúarbrögð en fjöldinn.

Fjölbreytileikinn elur af sér út fyrir boxið hugsun og er ávísun á grósku. Inngilding – nýtt hugtak sem notað er í tengslum við margmenningu – felur í sér að meta fólk eftir mannkostum, en ekki útiloka það vegna uppruna, kyns, kynáttunar, trúarafstöðu eða annarra þátta.

Það eru sameiginlegir hagsmunir allra sem í landinu búa að hlú að framgangi innflytjenda í íslensku samfélagi. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að virkja innflytjendur til félagslegrar þátttöku með öllum tiltækum ráðum. Það er eina leiðin að farsælum samskiptum í margmenningarlegu samfélagi.

Hluti úr þessum pistli birtist á visir.is 29.október 2024

Jaðarsetning í jafnréttisparadís – Innflytjendakonur í umönnun á leikskólum – Ný rannsókn Mirru

Jaðarsetning í jafnréttisparadís – Innflytjendakonur í umönnun á leikskólum – Ný rannsókn Mirru

Mirra vekur athygli á nýútkominni rannsóknarskýrslu, sem ber heitið: Jaðarsetning í jafnréttisparadís – Innflytjendakonur í umönnun á leikskólumSkýrslan byggir á rannsókn Mirru. Í brennidepli rannsóknarinnar er jafnréttishugtakið í þess orðs víðustu merkingu og tengsl þess við nýjan og ört stækkandi þjóðfélagshóp, innflytjendur. Í stað þess að horfa aðeins á kynjajafnrétti – karlar, konur, og/eða allra kynja – líkt og tíðkast hefur í bæði í almennri og fræðilegri orðræðu á Íslandi undanfarna áratugi, beinir rannsóknin sjónum sínum líka að jafnrétti, sem lýtur að uppruna og virðingarstöðu, ásamt viðhorfum til einstakra starfsgreina. Út frá þessari breiðu sýn á jafnrétti varð markmiðið að kanna stöðu innflytjendakvenna, framgangsmöguleika, upplifun þeirra og reynslu af jafnrétti í praxís og bera saman hvað væri líkt og hvað væri ólíkt með hlutskipti þeirra og íslenskra kvenna í sömu stöðu, í ljósi yfirlýstrar jafnréttisstefnu atvinnurekenda sem og opinberrar jafnréttisstefnu.

Fyrir valinu urðu innflytjendakonur, sem starfa í launaðri umönnun á leikskólum í Reykjavík og á landsbyggð. Megin áhersla var lögð á að kanna hvernig upplifun þessara kvenna rímar við goðsögnina um hið rómaða jafnrétti á Íslandi þ.e. hina s.k. „jafnréttisparadís“ m.t.t. samtvinnunar annarra mismununarþátta.  Auk kyngervis (e. gender) var rýnt í mismunun á grundvelli uppruna þ.e. innflytjandi/ekki innflytjandi og í mismunun sem felst í rótgróinni vanvirðingu fyrir umönnunarstörfum. Til samanburðar er sjónum beint að íslenskum stallsystrum þeirra Rannsóknin byggir á bæði á eiginlegri og megindlegri aðferðarfræði auk úrvinnslu ýmiskonar ritaðra gagna.

Sú skýrsla sem hér er kynnt er alfarið höfundarverk dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur. Rannsóknin hlaut styrk úr Jafnréttissjóði og kann höfundur sjóðnum bestu þakkir fyrir. Efling stéttarfélag fær sömuleiðis þakkir fyrir að aðstoða við leit að viðföngum og útvegun á húsnæði til viðtala.

Mirra vekur athygli á nýútkominni rannsóknarskýrslu, sem ber heitið: Jaðarsetning í jafnréttisparadís – Innflytjendakonur í umönnun á leikskólumSkýrslan byggir á rannsókn Mirru. Í brennidepli rannsóknarinnar er jafnréttishugtakið í þess orðs víðustu merkingu og tengsl þess við nýjan og ört stækkandi þjóðfélagshóp, innflytjendur. Í stað þess að horfa aðeins á kynjajafnrétti – karlar, konur, og/eða allra kynja – líkt og tíðkast hefur í bæði í almennri og fræðilegri orðræðu á Íslandi undanfarna áratugi, beinir rannsóknin sjónum sínum líka að jafnrétti, sem lýtur að uppruna og virðingarstöðu, ásamt viðhorfum til einstakra starfsgreina. Út frá þessari breiðu sýn á jafnrétti varð markmiðið að kanna stöðu innflytjendakvenna, framgangsmöguleika, upplifun þeirra og reynslu af jafnrétti í praxís og bera saman hvað væri líkt og hvað væri ólíkt með hlutskipti þeirra og íslenskra kvenna í sömu stöðu, í ljósi yfirlýstrar jafnréttisstefnu atvinnurekenda sem og opinberrar jafnréttisstefnu.

Fyrir valinu urðu innflytjendakonur, sem starfa í launaðri umönnun á leikskólum í Reykjavík og á landsbyggð. Megin áhersla var lögð á að kanna hvernig upplifun þessara kvenna rímar við goðsögnina um hið rómaða jafnrétti á Íslandi þ.e. hina s.k. „jafnréttisparadís“ m.t.t. samtvinnunar annarra mismununarþátta.  Auk kyngervis (e. gender) var rýnt í mismunun á grundvelli uppruna þ.e. innflytjandi/ekki innflytjandi og í mismunun sem felst í rótgróinni vanvirðingu fyrir umönnunarstörfum. Til samanburðar er sjónum beint að íslenskum stallsystrum þeirra Rannsóknin byggir á bæði á eiginlegri og megindlegri aðferðarfræði auk úrvinnslu ýmiskonar ritaðra gagna.

Sú skýrsla sem hér er kynnt er alfarið höfundarverk dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur. Rannsóknin hlaut styrk úr Jafnréttissjóði og kann höfundur sjóðnum bestu þakkir fyrir. Efling stéttarfélag fær sömuleiðis þakkir fyrir að aðstoða við leit að viðföngum og útvegun á húsnæði til viðtala.

Vinna með, vinna að, vinna gegn – innflytjendur, vinnumarkaður, samfélag

Vinna með, vinna að, vinna gegn – innflytjendur, vinnumarkaður, samfélag

Á dögunum bað Rás 1  Mirru um að fjalla um ‘vinnu’ í stuttum pistli fyrir þátt, sem útvarpað er í hádegi og kallast Uppástand. Um er að ræða tiltekið  þema, sem unnið er með í tíu þáttum í senn með jafnmörgum höfundum. Mirra fjallaði að sjálfsögðu um tengsl innflytjenda og vinnu, og fór pistillinn í loftið 28. september.

“Vinnur þú hlustandi góður með fólki, sem kemur úr öðru landi, annarri menningu og á sér annað móðurmál en íslensku? Vinnur þú að því að halda dyrunum að íslensku samfélagi opnum fyrir innflytjendur? Áttu venslafólk eða vini úr hópi innflytjenda? Ertu í daglegum samskiptum við innflytjendur í vinnunni og/eða utan hennar? Ertu kannski meðvitað eða ómeðvitað í hópi þeirra heimamanna, sem hefur ekki gefið innflytjendum mikinn gaum? Finnst kannski þeir komi þér ekkert við, að það sé til einskis að vinna fyrir þig? Vinnur þú jafnvel gegn framgangi þeirra í samfélaginu, finnst þeim ofaukið á Íslandi? Þetta eru áleitnar spurningar en löngu tímabærar og mikilvægt að heimamenn velti þeim fyrir sér.

Á Íslandi búa orðið tugir þúsunda fólks úr annarri menningu, með annað móðurmál, siði og jafnvel allt aðra trúarafstöðu. Samkvæmt opinberum tölum má ætla að um fimmtungur allra starfandi á vinnumarkaði séu innflytjendur eða yfir fjörtíu þúsund manns. Skoðum þetta aðeins betur.”  ………… Hér má heyra allan pistilinn. 

 

Vinna með, vinna að, vinna gegn – innflytjendur, vinnumarkaður, samfélag

Á dögunum bað Rás 1  Mirru um að fjalla um ‘vinnu’ í stuttum pistli fyrir þátt, sem útvarpað er í hádegi og kallast Uppástand. Um er að ræða tiltekið  þema, sem unnið er með í tíu þáttum í senn með jafnmörgum höfunundum. Mirra fjallaði að sjálfsögðu um tengsl innflytjenda og vinnu, og fór pistillinn í loftið 28. september.

“Vinnur þú hlustandi góður með fólki, sem kemur úr öðru landi, annarri menningu og á sér annað móðurmál en íslensku? Vinnur þú að því að halda dyrunum að íslensku samfélagi opnum fyrir innflytjendur? Áttu venslafólk eða vini úr hópi innflytjenda? Ertu í daglegum samskiptum við innflytjendur í vinnunni og/eða utan hennar? Ertu kannski meðvitað eða ómeðvitað í hópi þeirra heimamanna, sem hefur ekki gefið innflytjendum mikinn gaum? Finnst kannski þeir komi þér ekkert við, að það sé til einskis að vinna fyrir þig? Vinnur þú jafnvel gegn framgangi þeirra í samfélaginu, finnst þeim ofaukið á Íslandi? Þetta eru áleitnar spurningar en löngu tímabærar og mikilvægt að heimamenn velti þeim fyrir sér.

Á Íslandi búa orðið tugir þúsunda fólks úr annarri menningu, með annað móðurmál, siði og jafnvel allt aðra trúarafstöðu. Samkvæmt opinberum tölum má ætla að um fimmtungur allra starfandi á vinnumarkaði séu innflytjendur eða yfir fjörtíu þúsund manns. Skoðum þetta aðeins betur.”  ………… Hér má heyra allan pistilinn. 

 

Ónýtt atkvæði hjá innflytjendum?

Ónýtt atkvæði hjá innflytjendum?

Tæplega fimmtíu þúsund innflytjendur höfðu kjörgengi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí s.l. Kosningaþáttkaka var ekki nema 63% á landsvísu og hefur aldrei verið lægri. Er mögulegt að innflytjendur séu ekki að nýta sér kosningarétt sinn sem skyldi? Hafa þeir fengið nægar upplýsingar? Hver er ábyrgð gestgjafanna, heimamanna á því að virkja innflytjendur til þátttöku í íslensku samfélagi, þar með talið  til pólitískrar þátttöku. Hallfríður Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Mirru reifaði málið á visir.is.