Hagvöxturinn óhugsandi án innflytjenda

Hagvöxturinn óhugsandi án innflytjenda

Vöxturinn í ferðaþjónustunni hefði aldrei orðið að veruleika nema með vinnuframlagi innflytjenda, er meðal þess, sem kom fram í kynninu Hallfríðar Þórarinsdóttur, á rannsókninni Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar, sem fram fór í Þjóðminjasafni þann 11. apríl. s.l. af tilefni útkomu samnefndrar rannsóknarskýrslu.  Höfundur greindi þar frá efnistökum rannsóknar og helstu niðurstöðum.  Útgangspunktur rannsóknar var að kanna hvort og þá hvernig etnísk lagskipting (heimamenn/aðfluttir) á vinnumarkaði birtist innan ferðaþjónustunnar. Til að svara þeirri spurningu var hlutdeild innflytjenda í þremur undirgreinum ferðaþjónustunnar: hótelum, bílaleigum og rútufyrirtækjum, kortlögð. Rannsóknin leiddi í ljós ótvíræða etníska lagskiptingu, sem og kyn- og aldursskiptingu en þó mismikla innan þessara undirgreina. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós skort á heildarstefnu bæði í stærstu atvinnugrein landsmanna: ferðaþjónustunni og líka hvað viðkemur innflytjendum, sem í báðum tilvikum kemur ekki síst niður á innflytjendum. Rannsóknin, sem er um eitt hundrað síður að stærð, gefur glögga sýn á þann samhliða vöxt sem verið hefur í fjölgun innflytjenda og erlendra ferðamanna til landsins og vekur upp áleitnar spurningar um margskonar nýjar samfélagslegar áskoranir, sem óhjákvæmilega fylgja þessum miklu breytingum á íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.

Í tilefni kynningarinnar, var rætt við höfund í fjölmiðlum m.a í sjónvarpsfréttum á RÚV og í Samfélaginu á Rás1, ásamt umfjöllun á mbl.is.

Hægt er að panta skýrsluna á: mirra@mirra.is

Vöxturinn í ferðaþjónustunni óhugsandi án innflytjenda

Vöxturinn í íslenskri ferðaþjónustu hefði verið óhugsandi án framlags þeirra þúsunda erlendu starfsmanna, sem komið hafa til landsins til starfa í greininni, er meðal þess sem rannsóknarskýrslan Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar, leiðir í ljós. Skýrslan, sem kom út á dögunum er gefin út af Mirru, en þar er rýnt  hina hröðu fjölgun innflytjenda samfara hinum mikla vexti í ferðaþjónustunni. Kynning á rannsókninni fór fram í Þjóðminjasafninu þann 11. apríl s.l. Í kynningunni, sagði Hallfríður Þórarinsdóttir höfundur frá helstu niðurstöðum og efnistökum og greindi frá því að útgangspunktur rannsóknarinnar væri greining á etnískri lagskiptingu á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hún birtist í þremur undirgreinum ferðaþjónustunnar; hótelum, bílaleigum og rútufyrirtækjum. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós ótvíræða etníska lagskiptingu innan ferðaþjónustunnar en mismikla í þessum undirgreinum. Ennfremur, sýndi rannsóknin  að framlagi þessara starfsmanna og annara, sem hafa gert greininni kleift að vaxa eins hratt og raun ber vitni, hefur lítill gaumur verið gefinn. Einnig kom fram að skortur á heildarstefnu í ferðaþjónustunni, kæmi ekki síst niður á aðflutt starfsfólki sem og skortur á heildstæðri stefnu í málefnum innflytjenda. Hér má lesa frétt sem birtist á mbl.is í tilefni af kynningunni. Ennfremur var rætt stuttlega við höfund skýrslunnar af sama tilefni í fréttum á RÚV, þann 11. apríl, sjá hér. Heyra má lengra viðtal við höfundinn í Samfélaginu á RÚV, sem tekið var þann 10. apríl.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að eignast skýrsluna er bent á að hafa samband á: mirra@mirra.is

 

 

 

Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar

Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar

Í tilefni af útkomu rannsóknarskýrslunnar Innflytjendur í ferðaþjónstu – drifkraftur vaxtar og hagsældar, umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði, boðar Mirra, til hádegisfundar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins þann 11. apríl n.k. kl. 12- 13:16. Þar mun dr. Hallfríður Þórarinsdóttir kynna helstu niðurstöður samnefndrar rannsóknar sinnar.

Í rannsókninni var rýnt í hlutdeild innflytjenda í stærstu atvinnugrein landsins: ferðaþjónustunni þar sem starfsfólk á hótelum, rútufyrirtækjum/ferðaskrifstofum og bílaleigum var skoðað sérstaklega. Greint verður frá margbreytilegri samsetningu hópanna, sem til rannsóknar voru og þær niðurstöður skoðaðar í ljósi kenninga um etnískt lagskiptann vinnumarkað. Rannsóknarniðurstöður eru lýsandi dæmi um þær grundvallarbreytingar sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði með hraðvaxandi fjölgun innflytjenda. Breytingunum fylgja fjölmargar áskoranir –  fyrir yfirvöld, aðila vinnumarkaðarins, ferðaþjónustuna og samfélagið í heild. Rannsóknin varpar ljósi á þessar áskoranir og vekur upp gagnrýnar spurningar þar að lútandi.

Dagskrá:

12:00 – 12:05 – Tatjana Latinovic, formaður Innflytjendaráðs ávarpar gesti.

12:05 – 12:45 – dr. Hallfríður Þórarinsdóttir kynnir helstu niðurstöður rannsóknar.

12:45 – 13:15 – Umræður og fyrirspurnir úr sal.

Kynningin fer fram í Þjóðminjasafni, fimmtudaginn 11. apríl kl. 12-13:15

Kynningin er öllum opin.