Mirra
Fræðslu- og rannsóknarsetur um málefni innflytjenda.
FRÆÐSLA – RANNSÓKNIR – RÁÐGJÖF
Fræðsla og rannsóknir á innflytjendamálum, fjölmenningu og rasima eru sérsvið Mirru. Fyrirtækið býður upp á fyrirlestra, námskeið og vinnusmiðjur fyrir fyrirtæki, félagasamtök og hið opinbera. Rannsóknir, greiningar og úttektir á innflytjendamálum eru líka stór þáttur í starfseminni og Mirra veitir einnig ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
Fréttatengt efni – hugleiðingar
Vilja skapa fullt jafnrétti á vinnustað óháð uppruna – Mirra í samstarf með Samkaupum
Samkaup vilja auka umræðu um málefni innflytjenda en fyrirtækið vill skapa starfsfólki sínu fullt jafnrétti óháð uppruna. Til þess að það sé mögulegt þarf að gera breytingar á skipulagi og menningu innan fyrirtækisins og fræða starfsfólk. Það er ánægjulegt að segja...
Um hlutverk og sérþekkingu
Mirra veitir almenna og sértæka fræðslu, sem lýtur að menningarlegum margbreytileika – margbreytileika stjórnun (e. diversity mangagement), fjölmenningu og þeim fjölþættum áskorunum sem honum fylgja fyrir íslenskan vinnumarkað og samfélag í heild. Fræðsla er veitt í formi námskeiða, vinnusmiðja og fyrirlestra og sniðin að þörfum viðskiptavina hvort heldur stjórnenda á vinnumarkaði eða almennra starfsmanna.
Mirra vinnur að rannsóknum, greiningum og úttektum á innflytjendum, farandstarfsfólki og margmenningu í íslensku samfélagi. Rannsóknir eru fjölþættar og byggja á blönduðum rannsóknaraðferðum – eigindlegum og megindlegum.
Mirra veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf varðandi úrlausnir og áætlanir, sem lúta að verkefnum og áskorunum, sem fylgja fjölmenningu og íslenskri margmenningu.
Mirra byggir starfsemi sína á áratugalangri reynslu á sviði fræðslu og rannsókna.
Vissir þú að:
- Hlutfall innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2023 nam: 23,0 %
- 1. janúar 2024, nam fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda af heildarmannfjölda landsmanna: 20,1 %
- Hlutfall barna og unglinga (0-16 ára) af fyrstu og annari kynslóð innflytjenda var af heildarfjölda árið 2024: 14,6 %
- Hæsta hlutfall innflytjenda á einstöku landsvæði er á Suðurnesjum. Þann 1. janúar 2024 var það: 31.5%
- Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu tveir þriðju allra innflytjenda á Íslandi 1. jan. 2024 eða: 64%
- Þann 1. janúar 2024 var hlutfall kvenna af innflytjendum á Íslandi: 46%
- Hlutfall innflytjenda á Íslandi, sem fæddir eru í Póllandi var í upphafi árs 2024: 32%
- Í janúar 2024 var hlutfall innflytjenda á aldrinum 20-55 ára af öllum innflytjendum: 72%