Mirra
Fræðslu- og rannsóknarsetur um málefni innflytjenda.
FRÆÐSLA – RANNSÓKNIR – RÁÐGJÖF
Fræðsla og rannsóknir á innflytjendamálum, fjölmenningu og rasima eru sérsvið Mirru. Fyrirtækið býður upp á fyrirlestra, námskeið og vinnusmiðjur fyrir fyrirtæki, félagasamtök og hið opinbera. Rannsóknir, greiningar og úttektir á innflytjendamálum eru líka stór þáttur í starfseminni og Mirra veitir einnig ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.
Fréttatengt efni – hugleiðingar
Innflytjendur aldrei fleiri og fjölgar enn
Hagstofa Íslands birti í dag, 2.desember 2019, tölur um skráða innflytjendur búsetta á Íslandi þann 1.janúar s.l. Þar kemur fram að fyrsta kynslóð innflytjenda telur ríflega fimmtíu þúsund og önnur kynslóð innflytjenda rúmlega fimm þúsund, samanlagt 55.535 manns, sem...
Um hlutverk og sérþekkingu
Mirra veitir almenna og sértæka fræðslu, sem lýtur að menningarlegum margbreytileika – margbreytileika stjórnun (e. diversity mangagement), fjölmenningu og þeim fjölþættum áskorunum sem honum fylgja fyrir íslenskan vinnumarkað og samfélag í heild. Fræðsla er veitt í formi námskeiða, vinnusmiðja og fyrirlestra og sniðin að þörfum viðskiptavina hvort heldur stjórnenda á vinnumarkaði eða almennra starfsmanna.
Mirra vinnur að rannsóknum, greiningum og úttektum á innflytjendum, farandstarfsfólki og margmenningu í íslensku samfélagi. Rannsóknir eru fjölþættar og byggja á blönduðum rannsóknaraðferðum – eigindlegum og megindlegum.
Mirra veitir fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf varðandi úrlausnir og áætlanir, sem lúta að verkefnum og áskorunum, sem fylgja fjölmenningu og íslenskri margmenningu.
Mirra byggir starfsemi sína á áratugalangri reynslu á sviði fræðslu og rannsókna.
Vissir þú að:
- Hlutfall innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði á þriðja ársfjórðungi 2023 nam: 23,0 %
- 1. janúar 2024, nam fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda af heildarmannfjölda landsmanna: 20,1 %
- Hlutfall barna og unglinga (0-16 ára) af fyrstu og annari kynslóð innflytjenda var af heildarfjölda árið 2024: 14,6 %
- Hæsta hlutfall innflytjenda á einstöku landsvæði er á Suðurnesjum. Þann 1. janúar 2024 var það: 31.5%
- Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu tveir þriðju allra innflytjenda á Íslandi 1. jan. 2024 eða: 64%
- Þann 1. janúar 2024 var hlutfall kvenna af innflytjendum á Íslandi: 46%
- Hlutfall innflytjenda á Íslandi, sem fæddir eru í Póllandi var í upphafi árs 2024: 32%
- Í janúar 2024 var hlutfall innflytjenda á aldrinum 20-55 ára af öllum innflytjendum: 72%