Það eru ekki bara innflytjendur, sem þurfa að laga sig að íslensku samfélagi og menningu, heimamenn þurfa líka að leggja sitt af mörkum til að mæta þeim, hvort heldur á vinnumarkaði eða annarstaðar. Það þarf alltaf tvo í tangó, sama máli gegnir um samþættinguna. Fræðsla og skilningur á menningarlegum bakgrunni aðfluttra er ein leið að aukinni samþættingu.