Það er merkilegt hversu margir Íslendingar virðast frekar tala ensku við innflytjendur er íslensku. Hvers vegna skyldi þetta vera? Er það leti, skortur á umburðalyndi gagnvart íslensku með hreim, eða hreinlega meðvituð útilokun? Er enskan brú eða hindrun í samskiptum milli heimamanna og aðfluttra? Er okkur heimamönnum alvara með því að opna innflytjendum möguleika á að komast inn í samfélagið og verða eins virkir þáttakendur og mögulegt er eða lítum við fyrst og fremst á þá sem “vinnuafl”? Í þessum pistli veltir framkvæmdastjóri Mirru þessu fyrir sér og spyr áleitinna spurninga.
Hér er líka fróðlegt viðtal um sama efni við Jimmy Andreas Moreno, Kólumbískan flóttamann um reynslu hans af því að læra og tala íslensku. Viðtalið er nokkurra ára gamalt en erindið er jafnbrýnt nú og þá.