Staða launafólks á Íslandi er yfirskrift könnunar ASÍ og BSRB, sem lögð var fyrir félaga í aðildarfélögum beggja samtakanna. Niðurstöður, sem birtar voru á kynningarfundi í gær 9. febrúar eru um margt sláaandi og færa heim sanninn um afar viðkvæma stöðu launafólks. Því miður kemur ekki á óvart að staða atvinnulausra er verri en þeirra sem eru starfandi og staða innflytjenda á atvinnuleysisskrá enn verri. Helstu niðurstöðu könnunarinn eru að:
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman.
Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu.
Fimmtungur launafólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum.
Staða atvinnulausra er verri en launafólks þegar litið er til fjárhags og heilsu:
– Atvinnulausir eiga erfiðara með að láta enda ná saman, fleiri í þeirra hópi hafa þegið
matar- og/eða fjárhagsaðstoð og líða efnislegan skort.
– Innan við helmingur atvinnulausra býr í eigin húsnæði.
– Andleg og líkamleg heilsa atvinnulausra er verri og þeir eru líklegri til að hafa neitað
sér um heilbrigðisþjónustu. Andleg heilsa 40,5% atvinnulausra mælist slæm en 21,4%
launafólks.
– Líkamlegt heilsufar 15,6% atvinnulausra er slæmt eða frekar slæmt.
– 54,6% atvinnulausra höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu.
– Atvinnulausir eru sveigjanlegir og virkir í atvinnuleit.
Staða innflytjenda er verri en innfæddra:
– Fjárhagsstaða innflytjenda er verri á öllum mælikvörðum. Þeir eiga erfiðara með að
láta enda ná saman, líða frekar efnislegan skort og hafa í meira mæli þegið matarog/eða fjárhagsaðstoð.
– Mun færri innflytjendur en innfæddir búa í eigin húsnæði eða 34,9% en meðal
innfæddra er hlutfallið 77,4%. Stærri hluti innflytjenda býr á almennum leigumarkaði
eða 49,3% en hlutfallið er mun lægra meðal innfæddra, 11,1%.
– Andlegt heilsufar innflytjenda er verra en líkamlegt heilsufar betra. 30,5%
innflytjenda mælast með slæma andlega heilsu.
– Innflytjendur sögðust síður hafa þörf fyrir heilbrigðisþjónustu en 24,7% höfðu neitað
sér um heilbrigðisþjónustu en 13,5% innfæddra.
– Atvinnulausir innflytjendur sýna almennt meiri virkni og sveigjanleika en innfæddir
og á það sérstaklega við um atvinnulausar konur.
Andleg heilsa ungs fólks verri og það er líklegra til að hafa neitað sér um
heilbrigðisþjónustu:
– Andleg heilsa 41,6% ungs fólks er slæm en 21,4% þeirra sem eru eldri og voru mun
fleiri í þeirra hópi eða 58,9% sem höfðu neitað sér um heilbrigðisþjónustu á
síðastliðnum sex mánuðum en 33,8% hjá eldri hópnum.
Rannsóknin var unnin af Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins. Skýrlsluna má nálags hér.