Það var mikið gleðiefni fyrir Mirru að taka á móti veglegum styrk úr Jafnréttissjóði Íslands þann 19. júní s.l. Styrkurinn er veittur til rannsóknar, sem ber yfirskriftina: Kjör, lífskilyrði og staða innflytjendakvenna í láglaunastörfum á almennum og opinberum markaði. Að mati fagráðs, „fellur umsóknin vel að starfssviði sjóðsins, lýsing á markmiðum og þekkingu skýr. Nýnæmi verkefnis er mikið og felst í að beina sjónum að kjörum, lífsskilyrðum, stöðu og möguleikum innflytjendakvenna í samanburði við íslenskar konur sem starfa hlið við hlið.“  Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Mirru og Harpa Njáls félagsfræðingur og sérfræðingur í lífskjörum fátækra kvenna munu vinna rannsóknina. Áætlað er að rannsókn hefjist snemma á haustdögum.