Blaðakona frá Mannlífi hafði samband við Mirru og vildi fá viðtal við framkvæmdastjórann Hallfríði Þórarinsdóttur, forvitnast um bakgrunn hennar, skyggnast inn í starf Mirru um innflytjendalandið Ísland og heyra hvaða áskoranir fylgdu breyttu samfélagi. Fyrirspurnin fékk góðar undirtektir og þær hittust á kaffihúsi og ræddu málin.
Þar kom fram að auk rannsókna, vinni Mirra „að fræðslu í formi fyrirlestra og námskeiða um innflytjendalandið Ísland, margmenningu og þjálfun í s.k. menningarfærni. Vitundarvakning um mikilvægi þess að margbreytileikinn fái notið sín, verður sífellt háværari. Það er ekki nóg að segjast vera jafnréttissinnaður heldur verður það að sjást í verki. Jafnrétti einskorðast ekki við kynjajafnrétti það er miklu víðtækara. Það þarf að taka tillit til menningarlegs uppruna, aldurs og fleiri þátta“. Hér má lesa viðtalið.