Afhverju ná innflytjendamál ekki eyrum stjórnmálamanna? Afhverju eru innflytjendur á jarðri pólitískrar umræðu? Hvaða breytingar eru nauðsynlegar til að raunveruleg samþætting – integration – geti átt sér stað milli heimamanna og aðfluttra? Hallfríður mætti í Bítið á Bylgjunni og spjallaði við Heimi og Gulla um innflytjendamálin í aðdraganda alþingiskosninga sem fara fram í lok september. Hún hafði þetta að segja.